ChitoCare Beauty Andlitsmeðferð
ChitoCare beauty andlitsmeðferð
Vörurnar í þessari umfjöllun eru fáanlegar í pakkanum: ChitoCare beauty 30 daga andlitsmeðferð
Það er einstaklega mikilvægt að hugsa vel um líkama og sál, þar kemur húðumhirða sterk inn. ChitoCare beauty mælir með andlitsmeðferð heima, því við eigum öll skilið smá dekur.
ChitoCare beauty hefur sett saman hina fullkomnu andlitsmeðferð, hún tekur aðeins rúmar 15 mínútur og húðin mun ljóma af raka og ferskleika.
Við byrjum á því að hreinsa húðina á andliti og háls. Fyrsta skrefið í andlitsmeðferðinni er að nota ChitoCare beauty Serum Mask. Dásamlegur maski sem gefur húðinni fyllingu, raka og aukinn ljóma. Hann inniheldur m.a. kítósan sem stuðlar að náttúrulegu viðgerðaferli húðarinnar. Maskinn inniheldur einnig hyaluronic sýrur sem binda raka í húðinni, ýta undir kollagen framleiðslu og hægja á öldrun húðarinnar.
Ráð: ChitoCare beauty mælir með að setja á sig serum maskann í baði og láta hann leysast upp eftir notkun í baðvatninu, þá fer ekkert til spillis. Serumið myndar rakafilmu fyrir líkamann og mýkir upp húðina.
Þegar ChitoCare beauty Serum Mask hefur þornað berum við mjúklega ChitoCare beauty Anti-Aging Repair Serum á andlit. ChitoCare beauty Anti-Aging Repair Serum inniheldur lífvirka formúlu sem styrkir náttúrulegt viðgerðarferli húðarinnar, dregur úr fínum línum og færir húðinni mikinn raka.
Ljúkum andlitsmeðferðinni með ChitoCare Beauty Face Cream. Dag- og næturkremið er einstök samsetning nattúrulegra afurða úr Norður-Atlantshafi. Það ver húðina, er öflugur rakagjafi, eykur teygjanleika og sléttir yfirborð húðarinnar.
Gerðu vel við húðina þína með ChitoCare beauty.