Sáragel Fyrir Ör
ChitoCare® medical Sáragel Fyrir Ör – Ný og eldri ör.
Tilvalið til meðhöndlunar eftir slys, skurðaðgerðir, keisaraskurði og lýtaaðgerðir. Stuðlar að sléttari og minna sýnilegum örum.
- Dregur úr örmyndun
- Minnkar eldri ör
- Myndar filmu sem ver húðina
- Hvetur viðgerðarferli húðarinnar
- Verndar gegn sýkingum
- Dregur úr roða, kláða og sviða
ChitoCare® medical inniheldur náttúrulegt kítósan sem er örugg, lífvirk fjölliða, einangruð úr auðlindum sjávar við Íslandsstrendur. Kítósan er undur úr hafinu og samanstendur af amínósykrum sem finnast náttúrulega í líkamanum og hefur þannig góðan lífsamrýmanleika. Kítósan myndar filmu, binst húðinni sem þarfnast verndar. Ekki þarf að fjarlægja filmuna þar sem hún brotnar niður á náttúrulegan hátt við endurnýjun húðarinnar.
ÁBENDINGAR OG TILÆTLUÐ NOTKUN
Til meðhöndlunar á nýlegum og eldri örum. Sáragel fyrir ör róar húðina, veitir stuðning við örvef og hvetur til eðlilegrar græðslu húðarinnar. Gelið verndar gegn sýkingum, örvar frumufjölgun í eldri og nýlegum örum, leiðir til skipulagðrar uppbyggingar kollagen trefja fyrir betra fagurfræðilegt útlit og aukinn sveigjanleika húðarinnar. Tilvalið til meðhöndlunar á örum eftir slys, skurðaðgerðir, keisaraskurði og lýtaaðgerðir. Stuðlar að sléttari og minna sýnilegum örum. Hentar fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk og börn.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Eftir saumatöku, berið þunnt lag á örsvæðið og látið þorna í 2 mín. Gegnsæ og teygjanleg filma myndast sem verndar húðina. Notið tvisvar á dag eða eftir þörfum.
Athugið að ekki þarf að fjarlægja filmuna þar sem hún brotnar niður á náttúrulegan hátt við endurnýjun húðarinnar. Fyrir fyrstu notkun skal pumpa nokkrum sinnum úr glasinu þar til dropi kemur. Glasið er þá tilbúið til notkunar. Þvoið hendur vel áður en gelið er notað. Setjið lokið aftur á eftir notkun til að verja skammtarann.
___
ChitoCare® Medical Sáragel Fyrir Ör (REF 84100) er CE merkt lækningatæki í samræmi við tilskipun ESB 93/42/EEC og reglugerð 934/2010 um lækningatæki. Smelltu hér til að sækja fylgiseðil.
Íslenskar húðvörur
Notkun
Eftir saumatöku, berið þunnt lag á örsvæðið og látið þorna í 2 mín. Gegnsæ og teygjanleg filma myndast sem verndar húðina. Notið tvisvar á dag eða eftir þörfum. Athugið að ekki þarf að fjarlægja filmuna þar sem hún brotnar niður á náttúrulegan hátt við endurnýjun húðarinnar. Fyrir fyrstu notkun skal pumpa nokkrum sinnum úr glasinu þar til dropi kemur. Glasið er þá tilbúið til notkunar. Þvoið hendur vel áður en gelið er notað. Setjið lokið aftur á eftir notkun til að verja skammtarann.
Innihaldsefni
Veldu valmöguleika