Heilbrigð og náttúrulega falleg húð
Með virðingu fyrir hafinu við Íslandsstrendur að leiðarljósi og áralangar rannsóknir að baki hefur komið í ljós að ChitoCare beauty hefur einstaka virkni á húðina. Nýtingin á kítósan fjölliðunni er sjálfbær og skilar sér í heilbrigðri húð. ChitoCare beauty hentar öllum húðgerðum, einnig viðkvæmri- og exemkenndri húð.
ChitoCare beauty og ChitoCare medical eru framleidd hjá Primex ehf. á Siglufirði
Heilbrigð og náttúrulega falleg húð er meginmarkmið ChitoCare beauty og erum við þakklát fyrir þetta undur hafsins sem hjálpar þér að endurheimta og stuðla að mjúkri, þéttri og unglegri húð.
Sigga Vigfúsdóttir
framkvæmdastjóri og stofnandi ChitoCare beauty
Margverðlaunuð húðvörulína
ChitoCare beauty inniheldur lífvirka efnið kítósan unnið úr hafinu við Íslandsstrendur.
Kítósan er náttúrulegt og græðandi efni sem myndar filmu og verndar húðina, dregur úr roða og pirringi og veitir raka.
Græðandi eiginleikar
ChitoCare beauty er hliðarafurð sem varð til við þróun á lækningatækinu ChitoCare medical sem hefur klínískt sannaða græðandi eiginleika.
Þökkum frábærar viðtökur!
Vörurnar frá ChitoCare beauty hafa sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum sem kunna að meta gæði og hreinleika. Þær eru frábær gjöf við hvert tilefni bæði innanlands og utan.