Nærandi Rútína Fyrir Líkamann
Sjáðu til þess að líkamanum skorti hvorki raka né næringu með rútínu fyrir líkamann frá ChitoCare beauty.
Lyftu sjálfsumhirðunni á annað stig með lúxus rútínu fyrir líkamann frá ChitoCare beauty sem er hönnuð til að dekra við líkamann þinn frá toppi til táar. Rútínan inniheldur fjórar hágæða snyrtivörur: Body Lotion, Body Scrub, Shower Gel og Hand Cream. Vörurnar í þessari fjögurra skrefa rútínu innihalda allar kítósan úr hafinu sem er þekkt fyrir nærandi, róandi og verndandi eiginleika sína.
ChitoCare beauty Body Lotion
Dekraðu við húðina með Body Lotion sem er hlaðið náttúrulegum og rakagefandi innihaldsefnum á borð við kítósan úr hafinu og olíum úr kókos- og sólblómafræjum sem gefa djúpan raka og endurlífga þurra húð. Þetta létta en ákaflega rakagefandi krem fer hratt inn í húðina og gerir hana silkimjúka og endurnærða. Tilvalið til daglegrar notkunar.
ChitoCare beauty Body Scrub
Upplifðu frískandi og endurnærandi kraft Body Scrub frá ChitoCare beauty. Skrúbburinn inniheldur kítósan, koffín, bambus púður og náttúrulega valhnetuskel sem fjarlægir dauðar húðfrumur svo húðin verður sléttari og bjartari. Þessi ríkulega blanda innihaldsefna djúphreinsa ekki aðeins húðina heldur næra hana líka svo útkoman verður silkimjúk, endurnærð og ljómandi húð.
ChitoCare beauty Shower Gel
Umbreyttu sturtuferðinni með lífvirku sturtusápunni okkar. Hún er lífvirk og hlaðin náttúrlegum innihaldsefnum eins og kítósan og blöndu virkra efna úr íslensku jarðhitavatni sem hreinsa húðina mjúklega. Róandi formúlan hjálpar til við að viðhalda náttúrulegu rakajafnvægi húðarinnar, sem gerir hverja sturtuferð að yndislegri heilsulindarupplifun.
ChitoCare beauty Hand Cream
Dekraðu við hendurnar með handáburðinum okkar. Hann er sérstaklega hannaður til að berjast gegn þurrki og veita höndunum öflugan raka. Hann er fullkominn til að halda höndunum mjúkum yfir daginn þar sem hann myndar verndarfilmu sem læsir inni raka. Róandi kítósan, náttúruleg andoxunarefni og rakagefandi olíur úr sætum möndlu- og makademíuhnetum hjálpa til við að vernda og gera við húðina, sem gerir hann ómissandi til að viðhalda unglegum og heilbrigðum höndum.
Þessi nærandi rútína fyrir líkamann er fullkomin leið til að dekra við þig en vörurnar vinna saman að því að næra og vernda húðina. Hvort sem þú ert að leita að raka, djúphreinsun eða vilt einfaldlega dekra við þig, þá hefur þessi rútína allt sem þú þarft. Uppgötvaðu leyndarmálið á bak við fallega og heilbrigða húð með ChitoCare rútínu fyrir líkamann.
Íslenskar húðvörur
Veldu valmöguleika